Til hamingju Ísland

með að við höfum opnað fyrir allan rekstur.
Bike Cave hefur nú opnað með pompi og pragt – verið hjartanlega velkomin. Öll leyfi komin upp á vegg og allt í boði 😉

Vespuleiga fer í gang

Nú erum við komin með 6 nýjar vespur í hús í vespuleiguna okkar og förum að keyra leiguna í gang þegar við erum búin að yfirfara tækin og lagfæra það sem þarf að laga. Fylgist með okkur því það er fátt skemmtilegra en að leigja vespu og taka hjólatúr mð einhverjum skemmtilegum félaga.

Vinnan hafin

Húsnæðið við Einarsnes 36 hefur hýst ýmsan rekstur um áratuga bil. Fyrst var í húsinu KRON (Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis) sem opnaði í kringum 1940 og á síðari árum Verslunin Skerjaver sem margir muna eftir. Árið 2007 ákváðum við að loka hverfisbúðinni og breyta húsnæðinu í kryddverksmiðju – sjá www.bestalambid.is – og rákum við hana í tæp 8 ár.

Á því herrans ári 2015 fannst okkur tími kominn til að söðla um og prófa eitthvað nýtt og ótal margar hugmyndir komu fljótlega upp á borðið. Hugmyndin um kaffihús, veitingastað og verkstæðisaðstöðu fyrir hjólafólk var raunar sú fyrsta sem kom upp og hafði á endanum vinninginn þegar búið var að flengjast um víðan völl í heilastormi.

Draumar eru til þess að eltast við og það erum við að gera með Bike Cave.

Opnunarhátíð

Við stefnum á að opna sem fyrst og eigi síðar en í apríl 2015. Nánari fregnir af því munu koma hér inn á síðuna um leið og það er útséð með hversu hratt okkur gengur að breyta og bæta húsnæðið undir nýjan rekstur.

Því fyrr því betra.