
Næring
Kíktu við því við bjóðum alla daga vikunnar upp á eðal kaffi, vín, bjór og matseðil sem vert er að skoða.

Hjól
Hjólafólki fjölgar stöðugt og við erum svo ljónheppin að vera í miðri hjólabrautinni sem liðast eins og snákur í gegnum Reykjavíkurborg. Hjá okkur er gott að setjast niður og lifa og njóta.

Samvera
Þú getur sest inn hjá okkur, kíkt á netið, horft á reiðhjóla- og mótorsport á flatskjá, spjallað um hjól eða hvað sem er við gesti og gangandi og jafnvel kynnst alveg nýju fólki.

Nexx hjálmar
Við erum umboðsaðilar Nexx í Portúgal, sem framleiðir hjálma fyrir mótorhjólafólk. Hjálmarnir er hátt skrifaðir í mótorhjólablöðum fyrir gæði og útlit. Opnir og lokaðir hjálmar, og á verði sem er sambærilegt við verð í Evrópu, ef ekki betra.